Berugata – SELD 14

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun.

Nes fasteignasala kynnir eignina:
Berugata 14, miðjuraðhús á einni hæð ásamt sambyggðri bifreiðageymslu. Eignin er skráð samtals 132.5 fm samkvæmt FMR en þar af er  Íbúðin 109.3 fm og bifreiðageymsla 23.2 fm. Íbúðin er vel staðsett í hjarta bæjarins með fallegu útsýni út á Faxaflóann.
 
Nánari lýsing    

Forstofa er flísalögð með fatahengi. Þar er gengið í rúmgott svefnherbergi á hægri hönd en þvottahús til vinstri sem nú er nýtt sem geymsla, búið er að gera aðgengi inn í bílskúr úr forstofu. Úr forstofu er gengið inn á gang. Þar er baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, málaðar flísar, baðkar með sturtu og góð innrétting. Stofa og eldhús mynda bjart alrými. Eldhús er með góðri innréttingu og miklu vinnuplássi.  Búr er inn af eldhúsi. Öll gólf íbúðarinnar eru flísalögð. Svalir eru yfirbyggðar og var íbúðin stækkuð sem því nemur.
 
Áhugaverð eign á eftirsóttum stað og stutt í alla þjónustu.

Nýtt járn á þaki og þakkantur endurnýjaður að hluta. Bílskúrshurðin var fjarlægð og veggur settur í staðinn. Þar er verið að útbúa íverurými sem mögulega mætti nýta til útleigu. Eldhúsinnrétting hefur verið endurnýjuð að hluta og var skeytt við hana svo vinnurými stækkaði til muna. 

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.

Eigindi eignar

Tegund Par/Raðhús
Verð 47.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 45.800.000 ISK
Brunabótamat 51.140.000 ISK
Stærð 132.50000076294 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár 1977
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 26.06.2024