Stöðulsholt 33

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir í einkasölu:

Stöðulsholt 33, 310 Borgarnes. Vel staðsett 170 fm mjög fallega innréttað og vel skipulagt einbýlishús með innbyggðum bílskúr í grónu hverfi.
Eignin skiptist í anddyri, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, bílskúr, geymslu og rúmgott alrými sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu. Hiti er í gólfum með þráðlausri stýringu og varmaskiptir er á neysluvatni.

Um er að ræða timburhús á steyptum grunni.  Húsið er klætt að utan með lituðu báruáli, þak með lituðu stáli og með góðum þakhalla. Þakkantur -rennur og niðurfallsrör smekklega frá gengin. Gráir litatónar á þaki, rústrautt báruál og lerki undir gluggum. Gluggar og hurðir eru timbur/ál og allt ytra byrði því viðhaldslétt. 

Komið er inn í rúmgóða forstofu. Þar á vinstri hönd er forstofuherbergi.  Inn af forstofu er stofa og eldhús. Stofa og eldhús mynda rúmt og bjart alrými með útgengi á sólpall. Eldhús er sérlega rúmgott, með góðu skápaplássi og eyju.  4 svefnherbergi eru í húsinu, eitt forstofuherbergi, rúmgott hjónaherbergi og tvö herbergi á gangi. Rúmgott baðherbergi er á svefnherbergisgangi. Inn af svefnherbergisgangi er Þvottahús. Þaðan er gengið í bílskúr.

Forstofa flísar og fataskápur.
Stofa  upptekin loft og parket á gólfum.  Gengið út á sólpall.
Eldhús upptekin loft og falleg dökk viðarinnrétting.  Eyja með góðu skápaplássi.  Ísskápur og uppþvottavél eru  innbyggð í innréttingu. Helluborð og gufugleypir. Öll tæki í ábyrgð.
Svefnherbergi eru 4.  Öll parketlögð með fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með fallegri dökkri innréttingu. Walk-in sturta, vegghengt salerni og handklæðaofn.
Þvottahús flísar á gólfi og innrétting. Þaðan er bæði gengt í bílskúr og út á sólpall.
Bílskúr epoxy á gólfum.  Rafdrifin bílskúrshurð. Gengt út á bílaplan.
Geymsla er innaf bílskúr, rúmgóð með glugga og epoxy á gólfi.
 
Stór og veglegur sólpallur er við húsið með heitum potti. Sólpallur þarfnast lokafrágangs. Bílaplan og lóð eru malarborin.
 
Húsið er allt mjög smekklega innaréttað og vandað hefur verið til verka. Parket er frá Birgisson og  innréttingar og eldhústæki frá IKEA. Innihurðir er hvítar og yfirfelldar.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.

 

Eigindi eignar

Tegund Einbýli
Verð 92.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 78.900.000 ISK
Brunabótamat 81.450.000 ISK
Stærð 169.80000076294 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 2
Byggingarár 2022
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 29.06.2024