Kvistás 24

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes Fasteignasala kynnir eignina:

Kvistás 24, 311 Borgarbyggð. Um er að ræða fallegt sumahús í skipulagðri frístundabyggð í landi Syðri-Rauðamels í Borgarbyggð. Húsið stendur á fallegri 3.600 fm leigulóð sem liggur í útjaðri frístundabyggðarinnar.
Um er að ræða timburhús, með standandi klæðningu, 60.2 fm að stærð samkvæmt skráningu HMS, sem byggt var árið 2007.  Húsið stendur á steyptum veggjum og er hitað með rafmagni.  Að auki er 10 fm gestahús, stakstæð geymsla sem er einangruð að hluta og leikkofi fyrir börn á lóðinni. Gestahús og geymsla eru ekki inn í skráði fermetratölu fasteignarinnar. Eignin stendur á leigulóð með miklu útsýni.

Nánari lýsing.  
Forstofa flísar á gólfi með góðum fataskápum
Baðherbergi flísalagt gólf innrétting og sturtuklefi
Svefnherbergi I parket á gólfi
Svefnherbergi II  seturými sem hægt er að draga fyrir og nýta sem herbergi, parket á gólfi
Eldhús parket á gólfi.  Mjög góð 2ja ára innrétting.  Gott skápapláss, uppþvottavél og ísskápur helluborð og eldavél, allt innbyggt í innréttingu, fylgja.
Stofan er björt.  Parket á gólfi og gólfsíðir gluggar.  Góð kamína.  Gengið er úr stofu út á sólpall með skjólveggjum.
Gestahús er 10 fm einangrað og klætt. Parket á gólfi, 2 kojur og rúm.
Geymsla einangruð að hluta með tvöfaldri hurð.
 
Leigusamningur er í gildi til ársins 2048 og er ársleiga kr. 102.670.-  að auki greiðsist kr 5.000.- á ári til félags sumarhúsaeigenda á svæðinu.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Sumarhús
Verð 27.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 16.350.000 ISK
Brunabótamat 26.670.000 ISK
Stærð 60.2 fermetrar
Herbergi 2
Svefnherbergi 0
Baðherbergi 0
Byggingarár 2007
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 10.07.2024