Brattahlíð – SELD 36

270 - Mosfellsbær

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun.

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:

Brattahlíð 36, 270 Mosfellsbær. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð á efri hæð með sérinngangi í nýlegu tveggja hæða fjölbýlishúsi byggt 2021 . Eignin er 111.4 fm skv. skráningu FMR.

Íbúðin skiptist í anddyri, svefnherbergi innaf anddyri, gang, tvö svefnherbergi á gangi, baðherbergi með þvottaaðstöðu, geymslu, alrými sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu og sameiginlega vagna/hjólageymslu. 
Aukin lofthæð er í íbúðinni. Vinilparket er á öllum gólfum fyrir utan votrými og í forstofu, þar eru flísar. Sérsmíðaðar eikarinnréttingar frá Brúnás. Eikarhurðar frá Parka. Heimilistæki eru vönduð tæki frá Simens. Hreinlætistæki eru frá Grohe. Varmaskiptir er á neysluvatni.

Nánari lýsing: 
Anddyri: Flísalagt með fataskáp.
Svefnherbergi: eru 3 fataskápar í öllum herbergjum og rúmgóðir skápar í hjónaherbergi. 
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með góðri innréttingu, ljósakappa með ledlýsingu og spegli. Hreinlætis og blöndunartækjum frá Grohe, veggsalerni og sturtu. Góð sérsmíðuð innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi er á baðherbergi ásamt loftræstingu.
Geymsla: Uþb. 6fm
Eldhús: Rúmgott með miklu skápaplássi og góðu vinnurými. Vönduð eikarinnrétting frá Brúnás. Skápar og skúffur með mjúklokun. Efri skápar ná upp í loft. Blöndunartæki frá Grohe. Eldhústæki eru frá Simens þ.a.s  bakarofn, háfur og spanhelluborð. 
Stofa og borðstofa: Er í alrými með eldhúsi og er útgengt út góðar svalir.
Vagna og hjólageymsla á neðrí hæð. 

Bílastæði eru malbikuð og ídráttarrör til staðar fyrir hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. 

Góð staðsetning. Stutt í miðbæ Mosfellsbæjar, verslanir og aðra þjónustu. Lágafellssundlaug,skólar, leikskólar og golfvöllur í göngufæri.  

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup m.v. 50% eignarhlut eða meira og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.

Eigindi eignar

Tegund Hæðir
Verð 85.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 80.000.000 ISK
Brunabótamat 57.750.000 ISK
Stærð 111.4 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 2021
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 19.07.2024