Lýsing eignar
Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Eyrarskógur 69, 301 Akranes, um er að ræða 56,8 fm sumarbústað í Eyrarskógi í Svínadal. Eignin stendur á leigulandi sem er skjólgott og kjarrivaxið. Aðgangur að sumarbústaðasvæðinu er um læst rafmagnshlið.
Sumarhúsið samanstendur af þremur íbúðargámum sem byggt var yfir. Húsið er panelklætt að utan og innan að mesttu. Yfir gámunum er risloft. Húsið fylgir ekki teikningum að öllu leyti.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og rislofti yfir öllu húsinu.
Nánari lýsing:
Inngangur er af sólpalli framan við hús.
Forstofa með parketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísar á gólfi, sturtuklefi og stór 300 lítra hitakútur.
Stofa og eldhús mynda alrými.
Svefnherbergin eru tvö með parketi á gólfum.
Risloft er manngengt og nýtist í dag sem geymsla.
Sólpallur er fyrir framan húsið en einnig er pallur með öðrum hliðum þess
Eignin þarfnast töluverðs viðhalds og endurnýjunar að innan sem utan. Gluggar hafa verið endurnýjaðir að hluta en vantar frágang að utanverðu. Gólf hefur sigið að hluta. Undirstöður þarfnast viðhalds/endurbóta. Laga þarf vatnslagnir vegna leka í stofnlögn inná baðherbergi.
Lóðaleiga var um 200 þúsund s.l. ár.
Ársgjald í félag sumarhúsaeiganda á svæðinu er 42.000.-
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Eigindi eignar
Tegund | Sumarhús |
Verð | 9.700.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 17.000.000 ISK |
Brunabótamat | 29.700.000 ISK |
Stærð | 56.8 fermetrar |
Herbergi | 3 |
Svefnherbergi | 0 |
Baðherbergi | 0 |
Byggingarár | 1997 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 14.08.2024 |