Lýsing eignar
Eignin er seld með fyrirvara.
Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Þrætuás 3, 311 Borgarbyggð.
Um er að ræða mjög rúmgóðan og vel skipulagðan sumarbústað á eignarlóð úr landi Galtarholts. Húsið er 92,3 fm að stærð, byggt 2009 og er á steyptum grunni, kynt með rafmagni og hita í gólfi. Stór verönd snýr til suðurs og vestur. Vönduð bygging, stallað járn á þaki og harðviður í gluggum og útihurðum. Húsið má auðveldlega nota sem heilsárshús.
Nánari lýsing:
Gengið er í rúmgóða forstofu. Gott þvottahús og geymsla þar á hægri hönd, Þrjú rúmgóð herbergi og baðherbergi eru á svefnherbergisgangi. Útgengt út á verönd af herbergisgangi. Eldhús og stofa mynda rúmgott alrými. Stofan er björt í opnu rými.
Forstofa með fataskáp, flísar á gólfi.
Þvottahús og geymsla með innréttingum inn af forstofu, flísar á gólfi.
Svefnherbergi öll með skápum, parket á gólfi
Baðherbergi flísar á gólfi, vegghengt salerni, innrétting og sturta.
Eldhús með góðum innréttingum og miklu skápaplássi, öllum tækjum og góðum borðkrók.
Stofa parket á gólfum með innréttingu á sjónvarpsvegg. Útgengt úr stofu út á verönd.
Verönd með skjólvegg er 71,6 fm að stærð.
Bústaðurinn er á eignarlandi í um 15 mín. akstri norður af Borgarnesi. Bústaðnum fylgir 1/13 hlutur í 57.020 fm í sameignarlandi (7,69%). Sérafnotaréttur á landi umhverfis húsið samkvæmt hnitsettum uppdrætti er 1.277 fm að stærð. Landið er kjarri vaxið. Húsið stendur upp á hæð og er fallegt útsýni frá veröndinni.
Bústaðurinn getur verið laus til afhendingar við kaupsamning og allt innbú getur fylgt ásamt áhöldum utan persónulegra muna.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson Lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Eigindi eignar
Tegund | Sumarhús |
Verð | 45.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 38.400.000 ISK |
Brunabótamat | 48.650.000 ISK |
Stærð | 92.3 fermetrar |
Herbergi | 4 |
Svefnherbergi | 3 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 2009 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 14.08.2024 |