Brákarbraut 4

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir í einkasölu eignina:

Brákarbraut 4, íb. 201, 310 Borgarnes. Um er að ræða glæsilega 5 herbergja íbúð á tveimur hæðum í 3ja hæða húsi, byggt 2007 á vinsælum stað í neðri bænum. Eignin er samtals 170,0 fm að stærð skv. skráningu HMS.  

Gengið er inn á aðra hæð 2. hæð hússins sem skiptist í anddyri, svefnherbergi, baðherbergi og alrými sem samanstendur af eldhúsi og stofu. Á efri hæðinni eru 3 rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi. Sérgeymsla á jarðhæð 10,7 fm að stærð fylgir íbúðinni og er talin með skráðum fm.

Nánari lýsing:
Neðri hæð:

Gengið er inn í rúmgott  anddyri með flísum á gólfi og fataskáp. Innaf anddyri er flísalagt baðherbergi með baðkari og vegghengdu salerni . Úr anddyri er gengið í alrými sem samanstendur af eldhúsi, rúmgóðri stofu og borðstofu. Parket á gólfi í stofu en flísar á eldhúsi og borðstofu. Aukin lofthæð er í stofunni.  Rúmgóð innrétting í eldhúsi með eyju. Þar er gott geymslu og skápapláss, helluborð og gufugleypir.  Gengið er út á svalir úr stofu. Svefnherbergi er á hæðinni með parket á gólfi og rúmgóðum fataskáp.

Efri hæð:
Gengið er upp teppalagðan stiga á efri hæð. Þar er björt og opin svefnherbergisálma með 3 svefnherbergjum, öll með fataskáp.  Rúmgott baðherbergi með innréttingu, vegghengdu salerni og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.  Af ganginum er gengið út á steyptar 17,5 fm svalir. Parket er á öllum gólfum efri hæðar fyrir utan votrými en þar er flísalagt í hólf og gólf. 

Íbúðin er nýmáluð og nýtt harðparket í hæsta gæðaflokki frá Birgisson á allri íbúðinni og nýtt teppi frá Kjaran á stiga milli hæða.

Rúmgóð og björt eign með góðu útsýni á vinsælum stað í neðri hluta Borgarness.          

Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup m.v. 50% eignarhlut eða meira og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.

Eigindi eignar

Tegund Fjölbýli
Verð 87.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 59.050.000 ISK
Brunabótamat 98.450.000 ISK
Stærð 170 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 2
Byggingarár 2007
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 21.08.2024