Lýsing eignar
Eignin er seld með fyrirvara.
Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Arnarklettur 28.
Um er að ræða mjög góða endaíbúð á 2. hæð í forsteyptu fjölbýlishúsi. Íbúðin er 82.2 fm að stærð skv. skráningu FMR. Sér inngangur, stórar suðvestur svalir og lyfta.
Nánari lýsing:
Gengið er upp utanáliggjandi stigagang að íbúðinni.
Úr anddyri er gengið inn á gang. Af ganginum er gengið í geymslu, svefnherbergin og baðherbergið. Eldhús, stofa og borðstofa mynda alrými.
Anddyri: Rúmgott með flísum á gólfi, fataskáp og fatahengi.
Eldhús: Góð L-laga innrétting úr eik. Parket á gólfi
Stofa og borðstofa: Björt og rúmgóð, parket á gólfum. Úr stofu er gengt út á svalir sem snúa mót suðvestri.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, eikar innrétting, tengi fyrir þvottavél, upphengt salerni og sturta.
Svefnherbergi: Bæði með fataskápum og parket á gólfum.
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla er stakstæð á lóð.
Hér er um vel staðsetta eign að ræða í eftirsóttu lyftuhúsi í barnvænu umhverfi.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup m.v. 50% eignarhlut eða meira og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.
Eigindi eignar
Tegund | Fjölbýli |
Verð | 51.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 38.950.000 ISK |
Brunabótamat | 43.350.000 ISK |
Stærð | 82.2 fermetrar |
Herbergi | 3 |
Svefnherbergi | 2 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 2016 |
Lyfta | Já |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 26.08.2024 |