Lýsing eignar
Nes fasteignasala ehf kynnir í einkasölu eignina Brákarbraut 10, 310 Borgarnes.
Um er að ræða fallega og vel skipulagða 3ja herbergja endaíbúð á efri hæð í 2. hæða steinsteyptu einingahúsi, byggt 2008. Íbúðin er 102,9 fm skv. skráningu HMS. Þar af er geymsla 7,5 fm. Íbúðin er vel staðsett í hjarta bæjarins með góðu útsýni yfir Brákarsund. 2 svefnherbergi, sérinngangur og mjög rúmgóðar suður svalir. Gólfhiti er í allri íbúðinni.
Nánari lýsing:
Gengið er inn í anddyri. Úr anddyri er gengið inn í alrými sem samanstendur af eldhúsi, borðstofu og stofu. Gengt er úr stofu út á svalirnar. Á svefnherbergisálmu eru 2 herbergi og baðherbergi. Þvottahús er síðan inn af baðherberginu. Gengt er úr báðum svefnherbergjum út á svalirnar sem liggja með allri íbúðinni. Á jarðhæðinni er sér geymsla. Þar er einnig sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Íbúðin er öll parketlögð utan þess að flísar eru á votrýmum. Plis-Sol gardínur frá Álnabæ fyrir öllum gluggum fylgja íbúðinni.
Anddyri, flísar á gólfi, fataskápur.
Stofa er björt, parket á gólfum. Gengt úr stofu út á suður svalir.
Eldhús, parket á gólfum, góð innrétting með skenk sem nýtist að hluta sem eldhúsborð. Helluborð, háfur og innbyggð uppþvottavél.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Upphengt salerni, sturta. Hvít innrétting.
Svefnherbergi eru parketlögð og fataskápar. Gengt úr báðum út á suður svalir.
Þvottahús flísalagt gólf og innrétting á vegg.
Íbúðinni fylgir 7,5 fm geymsla á 1. hæð. Einnig er þar sameiginleg hjólageymsla.
Íbúðin er mjög vel um gengin og allt innbú getur fylgt við sölu eignarinnar eftir nánara samkomulagi.
Góð og smekkleg íbúð á góðum stað við Brákarsund. Stutt í skóla, íþróttahús og sundlaug.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup m.v. 50% eignarhlut eða meira og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.
Eigindi eignar
Tegund | Fjölbýli |
Verð | 55.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 42.200.000 ISK |
Brunabótamat | 49.800.000 ISK |
Stærð | 102.9 fermetrar |
Herbergi | 3 |
Svefnherbergi | 2 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 2008 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 29.08.2024 |