Lýsing eignar
Eignin er seld með fyrirvara.
Nes fasteignasala kynnir í einkasölu eignina:
Kveldúlfsgata 6, 310 Borgarnes.
Um er að ræða 5 herbergja neðri hæð með sérinngangi í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr. Birt stærð skv skráningu HMS er 122.3 fm, þar fyrir utan er bílskúr 24.0 fm og sólstofa 4.1 fm. Samtals stærð er því 150.4
Nánari lýsing:
Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stofu og borðstofu, sólstofu, baðherbergi, 4 herbergi á svefnherbergisálmu, eldhús og geymslu. Sólpallur með skjólveggum er sambyggður sólstofunni. Parket er á öllum gólfum fyrir utan flísar á forstofu og votrýmum.
Forstofa er flísalögð með góðum fataskápum.
Þvottahús er endurnýjað með rúmgóðri innréttingu og flísar hólf og gólf. Þar innaf er lítil geymsla/inntaksrými. Gengt er úr þvottahúsi út á bílaplan.
Stofa og borðstofa, parket á gólfum. Gengt í sólstofu.
Eldhús, parket á gólfi. Mjög rúmgóð innrétting með öllum tækjum og miklu skápaplássi. Borðkrókur í eldhúsi og búrskápur á heilum vegg.
Svefnherbergi eru parketlögð og eru fataskápar í 3 herbergjum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Vegghengt salerni, sturtuklefi og innrétting.
Sólstofa gerð 2023. Parket á gólfi ogð svalahurð út á sólpall.
Bílskúr er á lóð, sameiginglegur með efri hæð. Rafmagnsopnun á hurð. Bílastæði er steypt og malbikað að hluta. Stétt fyrir framan hús hellulögð.
Lóðin er með grasflöt og trjágróðri. Þar er gamalt gróðurhús
Eftirfarandi hefur verið endurnýjað. Nýjir gluggar settir í alla eignina utan bílskúrs 2018. Þá voru einnig útidyrahurðir í þvottahús og aðalinngang endurnýjaðar. Skipt var um neysluvatnslagnir að hluta og allar hitalagnir endurnýjaðar utanáliggjandi 2006 og settur nýr varmaskiptir á neysluvatn. Þak var endurnýjað fyrir um 14 árum síðan.
Falleg og mjög vel staðsett íbúð á eftirsóttum stað, miðsvæðis í næsta nágrenni við alla þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.
Eigindi eignar
Tegund | Hæðir |
Verð | 57.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 44.500.000 ISK |
Brunabótamat | 58.130.000 ISK |
Stærð | 122.3 fermetrar |
Herbergi | 5 |
Svefnherbergi | 4 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 1967 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Já |
Garður | Nei |
Skráð | 16.09.2024 |