Lýsing eignar
Eignin er seld með fyrirvara.
Nes fasteignasala kynnir eignina:
Kvíaholt 1, 310 Borgarnesi. Um er að ræða glæsilegt 163.2 fm parhús á einni hæð byggt 2007, þar af er bílskúr 40.5 fm skv. skráningu HMS.
Húsið er kanadískt einingahús, mjög vandað og lóðin skemmtilega frágengin með hellulögn og snjóbræðslukerfi í bílastæði og stétt. Gluggar eru með frönsku yfirbragði og skífur eru á þaki sem setja skemmtilegan svip á húsið. Gólfhiti er í öllu húsinu og í bílskúr.
Á lóðinni er gróðurhús/sólstofa og á baklóð er heitur pottur, verkfærageymsla og leikkofi fyrir börn á afgirtum sólpalli, allur frágangur mjög vandaður. Þessar byggingar eru utan skráningu FMR.
Nánari lýsing:
Forstofa er rúmgóð. Úr forstofu er gengið inn í hol. Eldhús og stofa mynda alrými. Á hægri hönd er gangur. Þar eru 3 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Úr þvottahúsi er innangengt í bílskúr.
Forstofa flísar á gólfi og innbyggður stór fataskápur.
Stofa og borðstofa samliggjandi, björt með stórum gluggum. Flísar á gólfi
Eldhús flísalagt með hvítri stórri innréttingu. Skenkur með góðu skúffuplássi og helluborði. Góð tæki frá Miele.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Sturta og vönduð viðarinnrétting. Upphengt salerni. Baðherbergið er allt fallega uppgert og öll tæki nýleg.
Svefnherbergi eru 3, öll parketlögð. Rúmgóðir fataskápar í hjónaherbergi.
Þvottahús er með góðri hvítri innréttingu, flísar á gólfi. Eldvarnarhurð er við útgang í bílskúr
Bílskúr er rúmgóður með flísar á gólfi. Góð rafdrifin bílskúrshurð. Gengt er úr bílskúr út á bifreiðaplan og einnig út á sólpall á baklóð.
Gróðurhús/sólstofa. Á steyptum sökkli og með steypta plötu, raflögn. Gas opnun á opnanlegum fögum
Sólpallur er með skjólveggjum.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson Lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.
Eigindi eignar
Tegund | Par/Raðhús |
Verð | 75.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 67.050.000 ISK |
Brunabótamat | 74.700.000 ISK |
Stærð | 162.3 fermetrar |
Herbergi | 4 |
Svefnherbergi | 3 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 2007 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Já |
Garður | Nei |
Skráð | 20.09.2024 |