Lýsing eignar
Eignin er seld með fyrirvara.
Nes fasteignasala kynnir í einkasölu eignina:
Böðvarsgata 4, 310 Borgarnes.
Um er að ræða 4 herbergja neðri hæð með sérinngangi í tvíbýlishúsi byggðu 1965. Birt stærð skv. skráningu HMS er 120.1 fm.
Nánari lýsing:
Íbúðin skiptist í forstofu, þvottahús, alrými sem samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi, 3 herbergi á svefnherbergisálmu og baðherbergi. Plastparket er á öllum gólfum fyrir utan flísar á forstofu og votrýmum.
Forstofa er flísalögð með fatahengi.
Þvottahús er með flísum á gólfi og vaskaborði.
Stofa og borðstofa, parket á gólfum. Gengt út í garð úr stofu.
Eldhús, parket á gólfi. Rúmgóð innrétting með góðu vinnu og skápaplássi.
Svefnherbergi eru parketlögð og opinn fataskápur er í hjónaherbergi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Vegghengt salerni og sturta.
Lóðin er með grasflöt og trjágróðri, stutt í leikvöll fyrir aftan húsið.
Eignin var mikið endurnýjuð fyrir tæpum 10 árum. Allt gólfefni hefur verið endurnýjað. Skipt hefur verið um alla glugga. Neysluvatnslagnir hafa verið endurnýjaðar sem og hitalagnir. Rafmagn endurnýjað að hluta. Skólplagnir voru endurnýjaðar að hluta.
Falleg og mjög vel staðsett íbúð á eftirsóttum stað, miðsvæðis í næsta nágrenni við skóla, íþróttamannvirki og alla þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.
Eigindi eignar
Tegund | Hæðir |
Verð | 55.900.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 41.750.000 ISK |
Brunabótamat | 52.700.000 ISK |
Stærð | 120.1 fermetrar |
Herbergi | 4 |
Svefnherbergi | 3 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 1965 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 24.09.2024 |