Súluklettur – SELD 4

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara.

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Súluklettur 4, 310 Borgarnes.
Um er að ræða 151 fm timburhús á 2 hæðum ásamt 39 fm bílskúr, samtals stærð er því 190 fm samkvæmt skráningu HMS. Byggt 1983. Eignin er vel staðsett í rólegri götu í Bjargslandi rétt hjá leikskóla og stoppistöð skólabíls. 

Sýnum samdægurs.

Neðri hæð.
Forstofa:
Með fataskáp. Vinylparket á gólfi. Gengið úr forstofu í hol.
Gestasnyrting: Er innaf forstofu, parket á gólfi.
Svefnherbergi: Er innaf forstofu, parket á gólfi. Fataskápur.
Eldhús: Með stórri innréttingu með góðu geymslu og vinnuplássi. Korkflísar á gólfi.
Þvottahús: Er innaf eldhúsi og þaðan er gengt út á lóð. Steypt gólf.
Borðstofa og stofa: Eru í sama rými. Parket á gólfum. Gengið er úr stofu út á sólpall.  

Gengið er úr holi upp veglegan timburstiga á aðra hæð.

Efri hæð. 
Stofa: Björt og rúmgóð, útgengi á svalir. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: Eru 3 á hæðinni. Fataskápur i tveimur. Korkflísar eru á gólfum í 2 herbergjum en parket á herberginu sem er innaf stofu.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, innrétting, baðkar og sturta.
Geymsla: Rúmgóð geymsla á svefnherbergisgangi.

Bílskúr: Er stakstæður á lóðinni en tengdur húsinu með skjólvegg.. Gólf er steypt og innaksturshurð er rafdrifin. Innst í bílskúrnum er geymsla og geymsluloft yfir hluta hans. Gegnt um dyr af lóð í bílskúrinn.
Lóðin: er skjólsæl, grasflöt fyrir aftan hús.

Neysluvatnslagnir og gler hefur verið endurnýjað að hluta. Eignin þarfnast viðhalds og endurnýjunar.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Nes fasteignasala hvetur því væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup m.v. 50% eignarhlut eða meira og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.
 

Eigindi eignar

Tegund Einbýli
Verð 67.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 67.050.000 ISK
Brunabótamat 82.250.000 ISK
Stærð 190 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 2
Byggingarár 1983
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 23.10.2024