Lýsing eignar
Nes fasteignasala ehf kynnir í einkasölu:
Alla eignarhluti í verktakafyrirtækinu Jörva ehf. kt. 550978-0329.
Um er að ræða rótgróið verktakafyrirtæki, Jörvi ehf., sem er til sölu ásamt öllum eignum félagsins. Eignir félagsins eru fasteignin Melabraut 6 F2245165 og lóðin að Melabraut 8 F233-4385 og tæki og verkfæri samkvæmt fyrirliggjandi tækjalista.
Félagið hefur yfir að ráða tækjum og verkfærum til almennrar verktöku. Félagið selst skuldlaust.
Verkstæðishúsið er 381,4 fm byggt úr forsteyptum einingum. Burðarvirki í þaki er límtré en þakið klætt með yleinungum. Húsið stendur á 2.100 fm iðnaðar og atvinnulóð. Byggingarár er 2005. Að auki hefur félagið yfir lóðinni Melabraut 8 að ráða sem er sömu stærðar. Samtals stærð lóða er því 4.200 fm.
Húsið skiptist í flísalagt fordyri með skápum fyrir starfsmenn. Þar á aðra hönd er flísalögð snyrting og rúmgóð kaffistofa á hina. Þar innaf eru skrifstofur með flísar á gólfum og stigi upp á milliloft. Á millilofti eru 3 herbergi, skrifstofur og geymsla. Verkstæðissalur er um 180 fm með steypt gólf. Vegghæð er 5,75 m. 2 rafdrifnar innaksturdyr eru á gafli 4.10 m að hæð. Inn af salnum er síðan varahlutalager. Í lægri hluta byggingarinnar er gott lagerrými með innaksturshurð.
Húsið er hitað með hitaveitu og eru blásari í verkstæðissal. Öflugur hlaupaköttur er í verkstæðishlutanum sem nota má hvar sem er í salnum.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 8650350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Eigindi eignar
Tegund | Atvinnuhús |
Verð | 130.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 30.925.000 ISK |
Brunabótamat | 159.700.000 ISK |
Stærð | 381.4 fermetrar |
Herbergi | 0 |
Svefnherbergi | 0 |
Baðherbergi | 0 |
Byggingarár | 1999 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 01.11.2024 |