Snorrastaðir Ferðaþjónusta

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes Fasteignasala kynnir:

Ferðaþjónustuna að Snorrastöðum 311 Borgarbyggð sem er mjög áhugavert atvinnutækifæri í fallegu og vinsælu umhverfi við Löngufjörur og í nágrenni Eldborgar.   
 
Um er að ræða þær fasteignir sem nýttar eru í ferðaþjónustu ásamt 35,5 ha eignarlandi sem stofnað verður úr landi jarðarinnar Snorrastaða í Borgarbyggð.  Þær fasteignir sem um ræðir eru: Hvítahúsið, 5 gestahús og eldra hesthús með hlöðu ásamt vinsælu tjaldsvæði með allri þjónustu við ferðamenn. Hitaveita í eigu seljanda er á svæðinu.

 
Nánari lýsing:   
 

Hvíta húsið er á tveimur hæðum, á efri hæð eru 6 herbergi; 2×5 manna, 3×4 manna,1×2 manna. Kojur eru í öllum herbergjum.  Einnig er setustofa á efri hæðinni og 3 baðherbergi, 2 af þeim með sturtu.   
Á neðri hæð er eldunaraðstaða og lítill salur fyrir 30-40 manns. 
Stór salur er einnig í Hvíta húsinu,  tekur 130-150 manns í sæti og í þeim sal er einnig ágæt eldunaraðstaða.  
Húsið er gistihús og hluti þess nýtist einnig sem þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið.
 
Gestahús fullbúið með 4 herbergjum fyrir 10 manns, verönd og heitur pottur.
 
Sumarhús eru 4, fullbúin með 2 svefnherherbergjum fyrir 5 manns hvert. Sólpallur og heitur pottur.
 
Hesthús/hlaða eru eldri byggingar. 8 stíur í hesthúsinu.

Nánari upplýsingar og myndir er að finna á heimasíðu Ferðaþjónustunnar: https://snorrastadir.is/ 

Einstök staðsetning Snorrastaða við Löngufjörur og Eldborg býður upp á mikla möguleika til  þjónustu við ferðamenn enda eru Löngufjörur eitt eftirsóttasta svæði hestamanna til útreiða. Þá eru fagrar gönguleiðir í nágrenni Eldborgar.  Snorrastaðir hafa notið mikilla og vaxandi vinsælda ferðamanna á undanförnum árum. enda eru hestaferðir á fjörunum og nágrenni ógleymanleg upplifun.  Stórbrotið útsýni til allra átta í nágrenni Eldborgarinnar.

Hér er því um spennandi eign að ræða fyrir einkaaðila jafnt sem aðila í ferðaþjónustu eða félagasamtök sem hafa áhuga á að koma upp einstakri aðstöðu fyrir félagsmenn sína.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
 

Eigindi eignar

Tegund Atvinnuhús
Verð 160.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 73.640.000 ISK
Brunabótamat 270.800.000 ISK
Stærð 908.5 fermetrar
Herbergi 0
Svefnherbergi 0
Baðherbergi 0
Byggingarár 0
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 28.11.2024