Englendingavík rekstur

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala kynnir til sölu:

Gistiheimilið og veitingastaðinn Englendingavík að Skúlagötu 17 og 17a, 310 Borgarnesi.

Um er að ræða vinsælt veitingahús og gistiheimili í rekstri sem er staðsett í einstaklega fögru umhverfi í Englendingavík við Borgarvog.

Þær byggingar sem um ræðir eru eftirfarandi:
Skúlagata 17, F 211-1699, byggingarefni timbur, klætt með járni og timburklæðningu. Byggingarár er skráð 1890 en húsin endurbyggð og vel við haldið. Fasteignin skiptist í veitingastað og gistiherbergi.
Veitingasalur, 153,5 fm í kráarstíl á 2 pöllum sem tekur um 60 manns í sæti. Gólfið er klætt gólffjölum og veggir og loft klætt með panel. Bar er á neðri pallinum og minna eldhús þar innaf ágætlega útbúið tækjum. Stærra fullbúið veislueldhús er síðan við efri pallinn. 4 salerni fyrir gesti. Gengið er úr veitingasal út á stóran sólpall.
Gistihús, 226,2 fm skiptist í  5 herbergi.  4 herbergi eru á sama inngangi og þar er 1 fjölskylduherbergi með aukaherbergi.  1 herbergi er með sérinngang baka til.  Öll herbergin eru endurnýjuð með sérbaðherbergi.
Gömlu pakkhúsin, F211-1700, 2 einstaklega falleg hús. Byggingarefni timbur. Byggingarár 1890, húsin endurbyggð og vel við haldið.
Efra pakkhúsið er 114,8 fm að stærð. Húsið er á 2 hæðum, hlaðinn sökkull úr grjóti en burðargrind, sem eru veglegir trébjálkar, er sýnileg og gólfið klætt með gólffjölum. Húsið er nú nýtt undir brúðulistasafn en hentar til margvíslegra nota.
Neðra pakkhúsið er 146,5 fm að stærð. Húsið er á 2 hæðum fullinnréttað sem íbúðarhús með mjög smekklegum hætti. Burðargrind sem eru veglegir trébjálkar er sýnileg og gólfið klætt með gólffjölum.
Skúlagata 17a, F211-1702 . Byggingarefni timbur. Stærð er samtals 137,4 fm. Húsið er á 2 hæðum og nýtt sem gisthús með 5 gistieiningum. Sameiginlegt eldhús og 4 baðherbergi. Geymsla og skriðkjallari í millibyggingu.     
 
Einstök staðsetning fasteignanna við Englendingavík næst Brákarpolli í Borgarnesi gefur óteljandi tækifæri til þróunar og áframhaldandi uppbyggingar ferðaþjónustu á svæðinu.        
 
Eignirnar seljast ásamt öllum áhöldum og tækjum til rekstrarins.  Núverandi eigendur eru fúsir til að veita áhugasömum kaupendum aðstoð og ráðgjöf við yfirtöku rekstursins.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Nes fasteignasala hvetur því væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

Kostnaður kaupanda: 
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila. 
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal. 
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá. 
Engin umsýsluþóknun. 

Eigindi eignar

Tegund Atvinnuhús
Verð 320.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 135.700.000 ISK
Brunabótamat 282.400.000 ISK
Stærð 778.39998168945 fermetrar
Herbergi 10
Svefnherbergi 0
Baðherbergi 0
Byggingarár 1890
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 27.12.2024