Lýsing eignar
Nes fasteignasala ehf kynnir í einkasölu eignina:
Hvammstangabraut 16, 530 Hvammstanga.
Um er að ræða mikið endurnýjaða íbúð á neðri hæð í steinsteyptu fjórbýlishúsi. Húsið er byggt 1982 og er íbúðin 99,1 fm að stærð samkvæmt skráningu HMS.
Nánari lýsing:
Íbúðin skiptist í forstofu, alrými sem samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi. Í svefnálmu eru 3 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Forstofa: Flísar á gólfi og fataskápur.
Stofa: Parket á gólfi. Þaðan er gengið út á lóð.
Eldhús: Parket á gólfi. Góð innrétting með miklu skápa og vinnuplássi og borðkrók. Helluborð og bakarofn í innréttingu.
Svefnherbergi: Eru þrjú. Parket á gólfum. Skápar í öllum herbergjum, stór fataskápur í hjónaherbergi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar, ljós innrétting og upphengdir skápar.
Þvottahús: Málað gólf og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Eftirfarandi endurbætur hafa verið gerðar á eigninni:
Skipt um öll gler, glerlista og hluta af opnanlegum fögum í gluggum. Nýlegt parket á gólfum og nýlegar innihurðir. Nýleg eldhúsinnrétting og tæki. Gert var við suðurgafl hússins, sprungufyllt, múrað og sílanborið.
Fyrirhugað er að halda áfram með framkvæmdir á ytra byrði hússins á vegum hússjóðs.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Eigindi eignar
Tegund | Hæðir |
Verð | 33.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 21.300.000 ISK |
Brunabótamat | 44.600.000 ISK |
Stærð | 99.1 fermetrar |
Herbergi | 4 |
Svefnherbergi | 3 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 1982 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 13.01.2025 |