Bakkahvammur – SELD 1

370 - Búðardalur

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara!

Nes fasteignasala kynnir:                         
                                  
Bakkahvammur 1, 370 Búðardalur.
Um er að ræða einbýlishús á 1 hæð ásamt bílskúr byggt 1975, 172,9 fm að stærð, þar af er bílskúr 38,1 fm samkvæmt skráningu HMS. Húsið er steinsteypt og klætt að utan með steni klæðningu. Bílaplan er malarborið. 

Nánari lýsing:
Húsið skiptist í forstofu, eldhús með eldri innréttingu, þvottahús, stofu, gestasnyrtingu, baðherbergi með baðkari, 4 herbergi og sjónvarpshol.
 
Neysluvatnslagnir eru upprunalegar í vegg en hitalagnir endurnýjaðar að hluta. Innréttingar og gólfefni er allt upprunalegt.
Bílskúr er einangraður með nýlegri rafdrifinni bílskúrhurð.
Húsið er kynt með hitaveitu.

Húsið þarfnast mikillar endurnýjunar og er áhugasömum kaupendum bent á að kynna sér vel ástand þess.

Eignin selst í því ástandi sem hún er við skoðun og afhendist við kaupsamning. Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum. Því leggur seljandi ríka áherslu á að sérstakrar árvekni sé gætt við skoðun og úttekt á eigninni.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 8650350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Einbýli
Verð 36.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 36.600.000 ISK
Brunabótamat 81.350.000 ISK
Stærð 172.89999847412 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 2
Byggingarár 1975
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 15.01.2025