Hrafnaklettur 6

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:

Hrafnaklettur 6, 310 Borgarnes, íb 303.

Um er að ræða 4ja herbergja íbúð á 3. hæð í steinsteyptu fjölbýlishúsi sem byggt var árið 1981. Sameign hússins hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum. Húsið var málað og múrviðgert að utan. Skipt hefur verið um glugga á austurhlið í eldhúsi, baðherbergi og 2 svefnherbergjum.  Íbúðin er 96 fm að stærð skv. skráningu HMS. 

Nánari lýsing:
Sameign, flísar á anddyri og stigagangur er teppalagður.
Forstofa / hol er með parketi á gólfi og fataskáp.
Eldhús er með parketi á gólfi, eldri innréttingu og góðum borðkrók.  
Stofa er björt með parketi á gólfi og þaðan er gengið út á suðvestur svalir.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með dúk á gólfum og fataskápum.   
Baðherbergi flísar á gólfi, ásamt innréttingu og baðkari með sturtuaðstöðu. Tengi fyrir þvottavél.

Íbúðinni fylgir sérgeymsla á sameignargangi sem er utan skráðra fermetra, ásamt sameiginlegu þvottahúsi og hjólageymslu.  

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.

Eigindi eignar

Tegund Fjölbýli
Verð 40.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 38.400.000 ISK
Brunabótamat 44.650.000 ISK
Stærð 96 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 1979
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 03.02.2025