Lýsing eignar
Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Fjóluklettur 9b, 310 Borgarnes.
Um er að ræða vandað forsteypt 121,6 fm miðjuraðhús byggt árið 2023. Bílastæði er hellulagt og sólpallur þar við með steyptum skjólveggjum
Eignin er byggð úr forsteyptum einingum sem klæddar eru með báru við að hluta. Gluggar eru samsettir ál/timbur. Öll loft í húsinu eru upptekin sem gefur aukna rýmistilfinningu. Gólfhiti er í öllu húsinu.
Nánari lýsing:
Eignin skiptist í anddyri, þvottahús/geymslu, baðherbergi, alrými sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu og þrjú svefnherbergi.
Anddyri flísar á gólfi og fataskápur
Þvottahús flísar á gólfi góð innrétting með vaski.
Geymsla/lagnaherbergi flísar á gólfi.
Stofa björt með góðri lofthæð. Parket á gólfum. Gengið er um rennihurð út á sólpallinn.
Eldhús parket á gólfi. Góð innrétting frá HTH með eyju. Helluborð og bakarofn frá AEG.
Svefnherbergi parket á gólfum og skápar.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Vegghengt salerni og walk in sturta. Góð innrétting og haldklæðaofn.
Verönd er timbur með steyptum skjólveggjum.
Hér er um fallegt og vel skipulagt raðhús að ræða á eftirsóttum stað í rólegri götu með góðu útsýni út á Borgarfjörð
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.
Eigindi eignar
Tegund | Par/Raðhús |
Verð | 80.900.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 62.150.000 ISK |
Brunabótamat | 63.150.000 ISK |
Stærð | 121.6 fermetrar |
Herbergi | 4 |
Svefnherbergi | 3 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 2023 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Já |
Skráð | 05.03.2025 |