Lýsing eignar
Eignin er seld með fyrirvara!
Nes fasteignasala kynnir eignina:
Austurholt 1 310 Borgarnesi.
Um er að ræða steinsteypt einbýlishús á einni hæð með bílskúr byggt 1983. Eignin er 171,2 fm að stærð skv. skráningu HMS, þar af er bílskúr 37,5 fm. Húsið er vel staðsett á rólegum stað, stutt í biðskýli fyrir skólabíl.
Nánari lýsing:
Bílaplan er steypt. Húsið skiptist í anddyri, gestasnyrtingu, hol, 4 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, stofu og eldhús. Bílskúr er sambyggður húsinu.
Gengið er inn í anddyri. Þar er gestasnyrting á hægri hönd og svefnherbergi þar innaf, á vinstri hönd er gengið í hol. Á hægri hönd úr holi er svefnherbergisgangur, sem á eru 2 svefnherbergi og baðherbergi. Beint innaf holi er svefnherbergi, þvottahús, stofa, borðstofa og eldhús. . Gengið er úr stofu út á baklóð. Gengt er úr þvottahúsi út á lóð.
Anddyri: Dúkur á gólfi fatahengi og hillur.
Gestasnyrting: Dúkur á gólfi, salerni og vaskur.
4 svefnherbergi: Plastparket á hjónaherbergi og rúmgóður fataskápur.
Baðherbergi: Dúkur á gólfi, innrétting og baðkar.
Þvottahús: Dúkur á gólfi, gengt út á lóð.
Stofa: Björt,upptekið loft. Parket á gólfi. Gengt úr stofu út á lóð.
Eldhús: Parket á gólfi, hvít innrétting frá 2017 með góðu skápaplássi. Bakarofn í vegg, helluborð og vifta.
Bílskúr: Steypt gólf og rafdrifinn hurð. Geymsla í hluta bílskúrsins.
Eignin er mikið til upprunaleg fyrir utan eldhús sem hefur verið endurnýjað. Eignin þarfnast því endurnýjunar/viðhalds. Verið er að endurnýja allar neysluvatnslagnir í húsinu, varmaskiptir verður settur á heita vatnið. 4 svefnherberginu var bætt við með því að stúka af eldhús, því er gengið inn í þvottahús úr því herbergi.
Gluggar eru upprunalegir og þarfnast endurnýjunar. Leki er í glugga í stofu. Eignin þarfnast múrviðgerða og málunar að utan. Þakjárn þarf amk að ryðbæta og mála.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup m.v. 50% eignarhlut eða meira og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.
Eigindi eignar
Tegund | Einbýli |
Verð | 69.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 66.800.000 ISK |
Brunabótamat | 86.100.000 ISK |
Stærð | 171.2 fermetrar |
Herbergi | 5 |
Svefnherbergi | 4 |
Baðherbergi | 2 |
Byggingarár | 1980 |
Lyfta | Já |
Bílskúr | Já |
Garður | Nei |
Skráð | 09.03.2025 |