Lýsing eignar
Nes fasteignasala kynnir í einkasölu eignina:
Bókið skoðun í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is, sýnum samdægurs.
Arnarklettur 30, íb. 202. Íbúð með sérinngangi og stórum svölum með svalalokun á annari hæð í lyftuhúsi við Arnarklett 30, Borgarnesi. Íbúðin er 89.9 fm að stærð skv. skráningu FMR.
Nánari lýsing:
Lyftuhús með utanáliggjandi stigagangi og sérinngangi af svölum.
Úr anddyri er gengið inn á rúmgóðan gang. Af ganginum er gengið í 2 svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi og geymslu. Eldhús, stofa og borðstofa mynda alrými. Gengt er úr stofu út á stórar suðvestursvalir með svalalokun. Snyrtileg og vel um gengin eign.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er á fyrstu hæð.
Forstofa: Flísar á gólfi, góður fataskápur.
Svefnherbergin: Eru parketlögð og fastir skápar eru í báðum herbergjum.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa, upphengdu klósetti og góðri innréttingu.
Stofan: Björt og rúmgóð, með parket á gólfi. Gengið er úr stofu út á stórar SV svalir með svalalokun.
Eldhús: Parket á gólfi með góðri viðarinnréttingu, eyju og háfur yfir eldavél.
Þvottahús: Rúmgott, flísar á gólfi með innréttingum.
Geymsla: Innan íbúðar, rúmgóð með parket á gólfi.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.
Eigindi eignar
Tegund | Fjölbýli |
Verð | 52.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 44.000.000 ISK |
Brunabótamat | 50.100.000 ISK |
Stærð | 89.9 fermetrar |
Herbergi | 3 |
Svefnherbergi | 2 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 2007 |
Lyfta | Já |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 31.03.2025 |