Lýsing eignar
Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Stöðulsholt 22, 310 Borgarnes.
Um er að ræða nýlegt og vel staðsett parhús á einni hæð með bílskúr. Eignin er 161.2 fm að stærð skv. skráningu HMS. Þar af er bílskúr 29.8 fm. Loft í stofu og eldhúsi eru upptekin með þakhalla. Gólfhiti í öllum gólfum.
Nánari lýsing:
Gengið er í forstofu. Úr forstofu er innangengt í bílskúr. Inn af forstofu er alrými sem samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi. Úr stofu er gengið um svalahurð út á lóð. Inn af stofu er skáli. Þar er gengið í 4 góð svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Anddyri: Flísar á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Vegghengt salerni, góð innrétting og sturta.
Svefnherbergi: Parket á gólfum og góðir fataskápar í öllum herbergjum. Gengt er úr hjónaherbergi úr á baklóð.
Eldhús: Parket á gólfi og stór eldhúsinnrétting frá Fríform. Mikið skápapláss og gott vinnurými, rúmgóð eyja sem stúkar af eldhúsið. Uppþvottavél, Siemens bakaraofn og 1 árs gamalt Siemens 80 cm spanhelluborð, helluborð og háfur.
Stofa: Björt og rúmgóð, parket á gólfi. Úr stofu er gengt út á sólpall.
Þvottahús: Flísar á gólfi.
Bílskúr: Sambyggður húsinu. Góð lofthæð. Góð bílskúrshurð. Gólf er flísalagt. Auðvelt er að útbúa geymslu eða herbergi með sérinnagangi þar sem gengt er úr í enda bílskúrsins út á baklóð.
Lóð: Góður sólpallur með skjólveggjum við tvær hliðar hússins og grasflöt. Útsýni til fjalla. Á góðviðrisdögum nýtar sólar á pallinum frá kl 8 á morgnana og fram á kvöld.
Vel staðsett og rúmgóð eign á barnvænum stað.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.
Eigindi eignar
Tegund | Par/Raðhús |
Verð | 81.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 69.000.000 ISK |
Brunabótamat | 77.270.000 ISK |
Stærð | 161.19999923706 fermetrar |
Herbergi | 5 |
Svefnherbergi | 4 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 2008 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Já |
Garður | Já |
Skráð | 25.06.2025 |