Munaðarnes

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes fsteignasala kynnir í einkasölu jörðina Munaðarnes í Borgarbyggð.

Um er að ræða vel staðsetta jörð í fögru umhverfi í Stafholtstungum.  Á jörðinni er eitt vinsælasta sumarhúsahverfi á Vesturlandi en þar eru m.a.  orlofshús aðildarfélaga BSRB.
Jörðin Munaðarnes liggur með Norðurá og er um 366 ha að stærð samkvæmt skráningu HMS. Land jarðarinnar mætir Borgum að sunnan, Litlu- og Stóru Skóga að vestan og Stórugröf að norðan.  Jörðinni fylgir veiðiréttur í Norðurá, ásamt hlutdeild í nýju veiðihúsi við Rjúpnaás, og eru veiðitekjur umtalsverðar. 

Nánari lýsing:    
Land jarðarinnar er að mestu kjarri vaxnir ásar með mýrarsundum á milli.  Hluti landsins hefur verið skipulagður undir sumarhúsahverfi og fylgja 32 lóðir með í sölu jarðarinnar. Þar af eru 27 lóðir í leigu og gefa góðar leigutekjur. Aðar lóðir innan landamerkja jarðarinnar eru í einkaeigu.
 
Umtalsverð hitaréttindi fylgja jörðinni og er annarsvegar um að ræða borholu sem gefur 7 l/sek af 88,5°C heitu vatni. Holan sjálf er í eigu Orkuveitunnar, sem greiðir landeiganda leigu fyrir sjálfann jarðhitann sem tilheyrir landinu. Hinsvegar er um að ræða borholu á engjum í eigu seljanda sem gefur 2,5 l/sek af 88° C heitu vatni.
 
Jörðin á aðild að Veiðifélagi Norðurár og er hlutur jarðarinnar í arðskrá veiðifélagsins 37,5 einingar af 1000 arðskráreiningum.
 
Grjótnáma fylgir jörðinni sem er tilbúin til vinnslu. Laust efni í námunni er ekki í eigu seljanda.
 
Ljósleiðari er á svæðinu og 3ja fasa rafmagn.
 
Hafin var skógrækt á jörðinni fyrir fjórum árum og  settar hafa verið niður 40.000 plöntur á fallegu svæði með útsýni yfir.  Þá eru tún jarðarinnar slegin undanfarin ár.
 
Byggingar á jörðinni eru:
 
·         Íbúðarhús á 2 hæðum, steynsteypt, klætt að utan byggt 1933.  Húsið er 128.3 fm að stærð samkvæmt skráningu HMS.  Húsið er mikið endurnýjað s.s. klæðning og þak. Neðri hæð hússins var endurnýjuð 2011-2012.  Sett nýtt gólfhitiog  gólfefni,parket og flísar og allt rafmagn endurnýjað. Eldhús endurnýjað með innréttingu frá HTH.  Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með vegghengdu salerni, baðkari og innréttingu. Verið er að setja  upp milliveggi í efri hæðina en þar er gert ráð fyrir 3 herbergjum og baði. Stór hellulögð stétt er við húsið með hitalögn.
·         Fjós, 125,4 fm, byggt 1968,  og hlaða 88,5 fm, byggð 1942, eldri byggingar nú nýttar sem geymslur.
·         Véla og verkfærageymsla 25,6 fm byggð 1952.
·         Einbúinn 1.5 ha útsýnislóð með stöðuhýsi og palli og heitum potti.
 
Jörðin Munaðarnes býður upp á mikla áframhaldandi möguleika í uppbyggingu frístundabyggðar. Hér er þvi um ákjósanlegt tækifæri fyrir fjársterka aðila eða stéttarfélög sem huga að uppbyggingu orlofshúsa fyrir félagsmenn sína að ræða.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 8650350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Jörð/Lóð
Verð 0 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 52.987.000 ISK
Brunabótamat 86.782.000 ISK
Stærð 81391.399995804 fermetrar
Herbergi 0
Svefnherbergi 0
Baðherbergi 0
Byggingarár 0
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 04.07.2025