Lýsing eignar
Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Eyrarskógur 83, 301 Akranes. Um er að ræða 45,2 fm sumarhús byggt 1995 sem stendur á 6700.0 fm leigulóð úr landi Eyrar í Svínadal. Húsið er úr timbri og panelklætt að utan. Við húsið er ágætur sólpallur ásamt skjólveggjum. Húsið er kynt með rafmagni og er hitakútur fyrir neysluvatn.
Sumarhúsið er vel staðsett á gróinni og vel hirtri lóð. Þar er lítill stakstæður kofi sem nýta má sem leikkofa eða geymslu.
Nánari lýsing:
Húsið skiptist í anddyri með fataskáp, alrými, sem er setustofa og eldhús, 2 herbergi og baðherbergi með sturtu. Að auki er svefnloft yfir hluta hússins. Húsið er innréttað með panelklæðningu á veggjum og í lofti en pressaðar spónaplötur eru á gólfi. Eldhúsinnrétting er timbur og í góðu ástandi.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.
Eigindi eignar
Tegund | Sumarhús |
Verð | 28.900.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 21.250.000 ISK |
Brunabótamat | 26.500.000 ISK |
Stærð | 45.2 fermetrar |
Herbergi | 3 |
Svefnherbergi | 0 |
Baðherbergi | 0 |
Byggingarár | 1995 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 29.07.2025 |