Lýsing eignar
Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Borgarbraut 33A, 310 Borgarnes.
Um er að ræða 2/3ja herbergja íbúð á neðstu hæð í þriggja hæða fjórbýli með sér inngangi. Húsið er mikið endurnýjað með vönduðum hætti. Eignin er skráð 66.4 fm skv. skráningu HMS.
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.
Nánari lýsing:
Aðkoma að íbúðinni er frá Þorsteinsgötu, gengið er frá bílaplani niður á sólpall.
Íbúðin skiptist í anddyri, baðherbergi, breiðan gang sem á eru 2 herbergi og eldhús, þar innaf er stofa og borðstofa.
Anddyri: Flísar á gólfi.
Baðherbergi: Með innréttingu, salerni, og sturtuklefa. Flísar á gólfi og veggjum í sturtu. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús: Ágæt eldhúsinnrétting og nýtt parket á gólfum. með öllum tækjum, innbyggð uppþvottavél.
Stofa og borðstofa: Parket á gólfum.
Svefnherbergi: Parket á gólfum, fataskápur í hjónaherbergi. Annað herbergið er skráð sem geymsla.
Eftirfarandi endurbætur voru gerðar á eigninni árið 2022-23. Húsið var sprunguviðgert að utan sílað og málað. Dren var sett meðfram öllu húsinu. Skólplagnir endurnýjaðar út í götu og settur nýr brunnur. Þak yfir hluta hússins eða yfir íbúð 201 var endurnýjað, bæði sperrur og klæðning. Allir gluggar og gler í húsinu eru nýjir og allar útidyr sömuleiðis. Allt rafkerfi hússins var endurnýað sem og ofnar og vatnslagnir.
Góð staðsetning. Stutt í íþróttamannvirki og alla þjónustu sem eru í göngufæri.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.
Eigindi eignar
Tegund | Hæðir |
Verð | 39.500.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 30.050.000 ISK |
Brunabótamat | 38.050.000 ISK |
Stærð | 66.4 fermetrar |
Herbergi | 3 |
Svefnherbergi | 1 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 1959 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 12.08.2025 |