Lýsing eignar
Nes fasteignasala ehf kynnir:
Sóleyjarklettur 4, 310 Borgarnes íb. 206.
Um er að ræða þriggja herbergja íbúð með sérinngangi af svölum á efri hæð í nýlegu tveggja hæða fjölbýlishúsi, byggt 2022 úr forsteyptum einingum. Eignin er 84,8 fm ásamt 5,6 fm sérgeymslu á geymslugangi á jarðhæð, samtals stærð 90,4 fm skv. skráningu FMR.
Nánari lýsing:
Eignin skiptist í anddyri, baðherbergi, 2 svefnherbergi og rúmgott alrými sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu, útgengt er út á svalir úr stofu.
Anddyri: Flísar á gólfi, góður fataskápur.
Svefnherbergi: Parket á gólfum, rúmgóður fataskápur í hjónaherbergi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og hluta af veggjum. Góð innrétting, upphengt salerni og walk-in sturtuklefi. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús: Parket á gólfum, rúmgóð innrétting frá AXIS með efri og neðri skápum, ofn í vinnuhæð, uppþvottavél, helluborð og vifta. Mikið skápapláss og gott vinnurými.
Stofa og borðstofa: Parket á gólfum. Björt og rúmgóð. Gengt úr stofu út á suður svalir.
Nýleg og vönduð íbúð í nýju spennandi hverfi í Borgarnesi.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.
Eigindi eignar
Tegund | Fjölbýli |
Verð | 59.500.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 45.600.000 ISK |
Brunabótamat | 53.150.000 ISK |
Stærð | 90.4 fermetrar |
Herbergi | 3 |
Svefnherbergi | 2 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 2022 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 18.08.2025 |