Brákarbraut 8

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala kynnir í einkasölu eignina:

Brákarbraut 8, 310 Borgarnes íb. 102.

Um er að ræða 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á jarðhæð í fjölbýlishúsi, byggt 2007 úr steyptum einingum. Íbúðin er 98 fm að stærð skv. skráningu FMR.

Nánari lýsing:   
Gengt er í íbúðina bæði frá götu og af lóð. Anddyri er rúmgott og þaðan er gengið í forstofuherbergi og geymslu. Þar innaf er síðan breiður gangur/hol sem tengir saman önnur rými íbúðarinnar; eldhús og stofur, baðherbergi og hjónaherbergi.
 
Anddyri: Flísar á gólfi.
Eldhús: Parket á gólfi, innrétting með góðu geymslu og vinnuplássi. Helluborð og bakarofn í vinnuhæð. Stæði í innréttingu fyrir uppþvottavél og ísskáp.
Stofa og borðstofa: Björt og rúmgóð með parket á gólfum.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni og baðkar með sturtu. 
Svefnherbergi: Parket á gólfum, fataskápar í báðum herbergjum.
 
Hér er um mjög rúmgóða og vel staðsetta eign að ræða.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.

Eigindi eignar

Tegund Fjölbýli
Verð 48.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 45.650.000 ISK
Brunabótamat 50.350.000 ISK
Stærð 98 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár 2007
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 04.12.2025