Lýsing eignar
Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun!
Nes fasteignasala ehf kynnir í einkasölu eignina:
Dvergabakki 14, 109 Reykjavík.
Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð á þriðju og efstu hæð í mikið endurbættu, steinsteyptu fjölbýlishúsi sem byggt var árið 1969. Tvennar svalir með miklu útsýni.
Eignin er 91.1 fm að stærð skv. skráningu HMS. Þar af er geymsla á sameignargangi 6.7 fm.
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning!
Nánari lýsing:
Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og stofu. Parket er á öllum gólfum fyrir utan flísar á anddyri og baðherbergi.
Sérgeymsla er á sameignargangi á jarðhæð ásamt sameiginlegu þvottahúsi og vagna- og hjólageymslu.
Anddyri: Flísar á gólfi.
Eldhús: Ágæt eldhúsinnrétting með miklu skápaplássi og góðu vinnurými, eldavél, helluborð og vifta. Borðkrókur við glugga.
Svefnherbergi: Eru 3. Stór fataskápur í hjónaherbergi og útgengi á norður svalir.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Góð innrétting, speglaskápur. Flísalögð sturta með sturtugleri, vegghengt salerni og handklæðaofn.
Stofa: Björt og rúmgóð. Úr stofu er gengið út á suður svalir.
Geymsla: Málað gólf, hillur.
Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús með þurrkaðstöðu í sameign.
Ytra byrði hússins hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum.
2021 – 2024: Húsið var málað og múrviðgert að utan. Gluggar, gler og svalahurðir endurnýjaðir að hluta.
2018: Þakjárn endurnýjað og skipt um rennur og niðurföll.
Góð staðsetning. Stutt í skóla, leikskóla og alla helstu þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 3.800,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.
Eigindi eignar
| Tegund | Fjölbýli |
| Verð | 57.000.000 ISK |
| Áhvílandi | 0 ISK |
| Fasteignamat | 61.500.000 ISK |
| Brunabótamat | 45.600.000 ISK |
| Stærð | 91.1 fermetrar |
| Herbergi | 4 |
| Svefnherbergi | 3 |
| Baðherbergi | 1 |
| Byggingarár | 1969 |
| Lyfta | Nei |
| Bílskúr | Nei |
| Garður | Nei |
| Skráð | 07.01.2026 |






























































