Lýsing eignar
Nes fasteignasala kynnir í einkasölu Penthouse íbúð að Borgarbraut 57, Borgarnes.
Íbúð merkt 0702 í lyftuhúsi fyrir 50 ára og eldri að Borgarbraut 57 310 Borgarbyggð. Íbúðinni fylgir sér stæði í bílakjallara og sér geymsla á sameignargangi. Íbúðin er 101,4 fm að stærð samkvæmt skráningu FMR. Þar af er geymsla 12,2 fm. Svalir eru með þrem hliðum hússins,17,5 fm að stærð, og er mikið útsýni frá vestri til suðurs.
Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning.
Nánari lýsing:
Um er að ræða glæsilega 3ja herbergja íbúð á efstu hæð hússins merkt 702.
Gengið er inn í forstofu, þar innaf er gangur með 2 svefnherbergjum og baðherbergi. Innaf gangi á hægri hönd er gengið í alrými sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu. Gengt er úr stofu út á svalir, mikið úsýni til norðurs og suðurs. Íbúðinni fylgir sér bílastæði í bílakjallara og sér geymsla á geymslugangi í kjallara.
Sameign:
Flísalagt anddyri, lyfta og teppalagður stigagangur í sameign.
Íbúð:
Nýtt parket er á öllum gólfum utan votrýmis.
Forstofa með fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með vegghengdu salerni, sturtu og innréttingu. Þar er tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergi eru rúmgóð, stór fataskápur í hjónaherbergi.
Eldhús með smekklegri innréttingu og góðum AEG tækjum.
Stofa er björt og þaðan er gegnt er út á svalir. Mikið útsýni.
Bílastæði í bílakjallara
Geymsla er í sameign í kjallara, einnig er sameiginleg hjóla og vagnageymsla á jarðhæð.
Íbúðin er mjög smekkleg og vel um gengin. Skipt hefur verið um alla glugga í íbúðnni vegna gallamála.
Hér er um mjög vel staðsetta íbúð að ræða, miðsvæðis í Borgarnesi. Örstutt í alla þjónustu og stórkostlegt útsýni um Borgarfjörð og vestur á mýrar.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.
Eigindi eignar
| Tegund | Fjölbýli |
| Verð | 70.000.000 ISK |
| Áhvílandi | 0 ISK |
| Fasteignamat | 59.050.000 ISK |
| Brunabótamat | 61.330.000 ISK |
| Stærð | 101.4 fermetrar |
| Herbergi | 3 |
| Svefnherbergi | 2 |
| Baðherbergi | 1 |
| Byggingarár | 2018 |
| Lyfta | Já |
| Bílskúr | Já |
| Garður | Nei |
| Skráð | 20.01.2026 |










































































































