Vesturgata 52

300 - Akranes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Vesturgata 52, 300 Akranes, 2ja herbergja efri sérhæð í járnklæddu tvíbýlishúsi 61.7 fm að stærð á 197.1 fm eignarlóð skv. skráningu FMR. 

Nánari lýsing
Gengið er úr forstofu upp teppalagðan stiga. Á stigapalli er baðherbergi á vinstri hönd en svefnherbergi er til hægri.  Opið er af stigapalli í eldhús og stofu. 
Stofa: Parket á gólfi. Gluggi snýr að Vesturgötu
Eldhús: Eldri innrétting, helluborð og bakarofn.  Parket. 
Baðherbergi: Upphengt salerni, sturta flísar á gólfi og veggjum.
Svefnherbergi: Rúmgott, góður fataskápur, parket á gólfi.

Vatnslagnir eru endurnýjaðar og  gluggar ásamt gleri. Járnklæðning er á þremur hliðum hússins, klæðning á húsinu er farin að láta á sjá.

Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.

Seljandi eignaðist eignina í skuldaskilum og getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Seljandi bendir því væntanlegum kaupendum á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og leita sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar og til að afla sér upplýsinga hjá skipulags- og byggingaryfirvöldum.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildar fasteignamati / 1,6% hjá lögaðilum / 0,4% vegna fyrstu kaupa einstaklinga (m.v. að lágmarki 50% eignarhlut)
Þinglýsingargjald af kaupsamn., skuldabréfi, veðleyfi o.fl. – kr. 2.500 af hverju skjali.
Lántökugjald – samkvæmt gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
 

Eigindi eignar

Tegund Hæðir
Verð 22.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 13.300.000 ISK
Brunabótamat 20.350.000 ISK
Stærð 61.7 fermetrar
Herbergi 2
Svefnherbergi 1
Baðherbergi 1
Byggingarár 1938
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 29.01.2021