Berugata 10

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes Fasteignasala kynnir eignina:
Berugötu 10 310 Borgarnesi.  Um er að ræða steinsteypt hús með bílskúr byggt 1928. Heildarstærð fasteignarinnar er 212.0 fm skv. skráningu FMR. Þar af er bílskúr á lóð 62.2 fm.    

Nánari lýsing:
Jarðhæð:
Anddyri með parket á gólfi. Stofa er parketlögð. Eldhús með ágætri hvítri innréttingu með ágætum tækjum, harðparket á gólfi. Geymsla er inn af eldhúsi. Verið er að endurbyggja hluta af jarðhæð hússins og þar er gert ráð fyrir stóru baðherbergiþvottahúsi og anddyri. Innangengt er í þann hluta hússins gegnum geymslu innaf eldhúsi. 
Efri hæð:
Gengið er úr anddyri upp parketlagðann stiga á efri hæðina. Timburgólf er milli hæða. Af stigapalli er gengið inn í þrjú svefnherbergi og baðherbergi á efri hæð. Baðherbergið er með flísum á gólfi, sturtu og upphengdu salerni. Inn af baðherbergi er rúmgott fataherbergi.
Bílskúr er áfastur húsinu, mjög rúmgóður, steypt plata, óeinangraður.

Gluggar og gler þarfnast endurnýjunar og einnig þarf að laga/endurnýja klæðningu utanhúss.

Áhugaverð eign með mikla möguleika á stórri 1035.8 fm lóð. Góð staðsetning í rólegu hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala. Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.

Eigindi eignar

Tegund Einbýli
Verð 37.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 33.900.000 ISK
Brunabótamat 54.200.000 ISK
Stærð 212.00000076294 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 0
Byggingarár 1928
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 08.03.2021