Digranesgata 4

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Digranesgötu 4, 310 Borgarnes.
Um er að ræða vandað atvinnuhúsnæði byggt 2019 sem er vel staðsett í útjaðri Borgarness.  Húsið blasir við þegar ekið er af Borgarfjarðarbrú í Borgarnes. Í húsinu, sem er skráð 1034.2 fm skv. skráningu FMR, er nú rekinn veitingastaðurinn Food Station. Malbikað bílaplan með 56 bílastæðum auk stæðum fyrir fatlaða og rútur. Allt umhverfi er frágengið.

Nánari lýsing 
Húsið er timburbygging. Útveggir eru stálsamlokueiningar með steinullarkjarna klæddir stálplötum. Burðarvirki er steinsteypa og límtrésbitar sem uppfyllir R 60. Sjálfvirkt brunavarnakerfi er tengt stjórnstöð. Gólfhiti er í húsinu og vélrænt loftræstikerfi.  Húsið er byggt með tilliti til hljóðvistar.
 
Húsið skiptist í:
Anddyri; rennihurðir með rafmagnsopnun
Veitingasal; með leyfi fyrir 120 manns í sæti.
Afgreiðslurými; Fullkomið þjónustuborð fyrir veitingar.
Veitingaeldhús; með öllum tækjum, kælir og frystir ásamt lageraðstöðu.
Salerni; fyrir viðskiptavini, rúmgóð, kynjaskipt. Sér salerni fyrir fatlaða.
Starfsmannaaðstöðu; með skápum, kaffistofu og salernum.
 
Óinnréttað rými
Á teikningum er gert ráð fyrir að óinnréttað 148.3 fm rými verði nýtt undir verslun en marvíslegir aðrir nýtingarmöguleikar eru einnig fyrir hendi.
 
Hér er um mjög áhugaverða eign að ræða. Mikil tækifæri eru til að auka viðskipti Food Station sem hafa farið ört vaxandi. Til greina kemur að leigja fasteignina traustum aðilum.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala. Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.

Eigindi eignar

Tegund Atvinnuhús
Verð 0 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 128.400.000 ISK
Brunabótamat 359.800.000 ISK
Stærð 1034.2 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 0
Baðherbergi 0
Byggingarár 2019
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 11.03.2021