Kveldúlfsgata – SELD 6

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun

Nes fasteignasala kynnir eignina:                                                                                                                      
Kveldúlfsgata 6, 310 Borgarnes.
Um er að ræða 5 herbergja efri sérhæð með sérinngangi í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr. Tvennar svalir. Eignin er samtals 140,7 fm samkvæmt skráningu FMR.

 
Nánari lýsing:
Íbúðin skiptist í forstofu, stigagang, stofu og borðstofu, baðherbergi, 4 svefnherbergi, eldhús og geymslu.
Íbúðin sjálf er með parket á gólfum utan votrýma og teppi er á einu herbergi.  

Forstofa er flísalögð. Úr anddyri er gengið upp parketlagðar tröppur upp á hæðina, geymsla undir stiga. Á stigapalli er þvottahús á vinstri hönd. Gengið er af stigapalli inn í skála. Þar er svefnherbergi á hægri hönd. Innaf skála er borðstofa og stofa sem mynda alrými. Samliggjandi borðstofu er eldhús. Herbergisálma er á vinstri hönd. Á ganginum eru 3 svefnherbergi, fataherbergi  og baðherbergi.
Þvottahús er með eldri skápum, málað gólf, ruslarenna er úr þvottahúsi niður í ruslageymslu.
Stofa og borðstofa, parket á gólfum. Gengt um svalahurð út á rúmgóðar svalir.
Eldhús, parket á gólfi, eldri innrétting. Búr er innaf eldhúsi.
Svefnherbergi eru 4, parket er á 3 herbergjum. Skápar í hjónaherbergi og þar er ennig gengt út á svalir.

Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi og skápar.
 
Bílskúr er á lóð, sameiginglegur með neðri hæð. Rafmagnsopnun á hurð. Bílastæði er steypt og malbikað að hluta. Stétt fyrir framan hús hellulögð.
 
Íbúðin hefur verið endurnýjuð að hluta. Nýjir gluggar settir í alla íbúð utan stofuglugga. Ný útidyrahurð. Skipt var um neysluvatnslagnir og hitalagnir og settur varmaskiptir á neysluvatn. Ný rafmagstafla. Þak var endurnýjað fyrir um 11 árum síðan. 
 
Mjög vel staðsett íbúð á eftirsóttum stað, miðsvæðis í næsta nágrenni við alla þjónustu.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteigasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.

Eigindi eignar

Tegund Hæðir
Verð 39.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 30.250.000 ISK
Brunabótamat 46.330.000 ISK
Stærð 140.7 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 1
Byggingarár 1967
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 18.03.2021