Höfðaholt – SELT 5

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun.

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Höfðaholt 5, 310 Borgarnes.
Um er að ræða fallegt einbýlishús á 2 hæðum með tvöföldum bílskúr  270.8, fm að stærð skv. skráningu FMR. Þar af er bílskúr 50.8 fm.  Bílastæði er hellulagt með hitalögn. Ljósleiðari.

Nánari lýsing:
Gengið er í anddyri. Þar er þvottahús á aðra hönd, og gestasalerni á hina. Einnig er forstofuherbergi inn af anddyri. 
Úr anddyri er gengið í sjónvarpshol. Úr sjónvarpholi er gengið í stofu sem er á lægri palli. Arinn aðskilur stofu og hol. Inn af stofu er borðstofa og eldhús. Inn af eldhúsi er lítið búr. Þrjú svefnherbergi eru á svefnherbergisgangi. Þar er einnig baðherbergi.
Gengið er úr holi upp tréstiga á efri hæð, þar eru tvö stór herbergi og geymslur meðfram veggjum undir súð.
 
Anddyri:  flísar á gólfi, fataskápur.
Þvottahús: flísar á gólfi, innrétting komin til ára sinna, gengt út á lóð við bílskúr.
Sjónvarpshol:  Stór arinn, parket á gólfi, gengt út á lóð.
Eldhús með upprunalegri innréttingu, viðaráferð, korkflísar á gólfi, borðkrókur.
Borðstofa: flísar á gólfi.
Stofa er björt og rúmgóð, parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, innrétting með góðu skápaplássi, baðkar og sturta.
Svefnherbergi parket á öllum gólfum, gott skápapláss í hjónaherbergi.                                                 
Tvöfaldur bílskúr er sambyggður húsinu. Steypt gólf. Önnur bílskúrshurðin er rafdrifin og gengt er úr bílskúr út á lóð.
Bílaplan er hellulagt með hita og lóðin er vel gróin og í góðri rækt.

Járn á þaki hefur verið endurnýjuð en þakkantur og gluggar á efri hæð þarfnast lagfæringar. Gluggar og gler er upprunalegt. Neysluvatns- og ofnalagnir eru upprunalegar. Nýlegur varmaskiptir. Drenlögn við húsið þarfnast athugunar.  
 
Eign á eftirsóttum stað sem gefur mikla möguleika.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.

Eigindi eignar

Tegund Einbýli
Verð 63.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 53.150.000 ISK
Brunabótamat 87.250.000 ISK
Stærð 270.79999923706 fermetrar
Herbergi 6
Svefnherbergi 5
Baðherbergi 2
Byggingarár 1981
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 19.03.2021