Lýsing eignar
Nes Fasteignasala kynnir eignina:
Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri 311 Borgarnes.
Um er að ræða eignarhlut í skrifstofubyggingu á þremur hæðum, lyfta er í húsinu. Eignin er byggð úr forsteyptum einingum, byggingarár 2002. Stærð þess hluta sem boðinn er til sölu er 562,9 fm eða 77.92% fasteignarinnar samanber eignaskiptayfirlýsingu en heildarstærð hússins er 723.9 fm skv. skráníngu FMR.
Séreign seljanda er skv. eignaskiptayfirlýsingu hluti skrifstofurýmis á jarðhæð, 125,4 fm, ásamt öllu skrifstofurými á 2. hæð, 318,5 fm og skrifstofurými og geymslum á 3. hæð 119 fm. Húsið stendur á 2436 fm leigulóð.
Nánari lýsing
Húsið er byggt og nýtt sem skrifstofuhúsnæði. Lyfta er milli hæða, veggir eru málaðir og dúkur á gólfum.
Öll aðstaða til skrifstofuhalds er góð, þrettán skrifstofurými, misstór, eru í eignarhluta seljanda skv. núverandi skipulagi. Gott fundarherbergi er á 2. hæð og salerni eru á öllum hæðum. Þá er stór fullbúin kaffistofa á 3 hæð. Geymslur, kaffistofa og fundarsalur eru í sameign ásamt öðrum venjubundnum hlutum hússins.
Hluti hússins er nú í útleigu til einstaklinga og stofnana.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson Lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.
Eigindi eignar
Tegund | Atvinnuhús |
Verð | 65.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 58.150.000 ISK |
Brunabótamat | 231.700.000 ISK |
Stærð | 562.9 fermetrar |
Herbergi | 21 |
Svefnherbergi | 0 |
Baðherbergi | 5 |
Byggingarár | 2002 |
Lyfta | Já |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 25.03.2021 |