Ánahlíð – SELD 12

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun.

Nes Fasteignasala kynnir eignina:
Ánahlíð 12, 310 Borgarnesi. 
Um er að ræða parhús byggt úr forsteyptum einingum á 1 hæð sem er 69.0 fm samkvæmt skrá FMR.  Eigninni fylgir 312 fm lóð, geymsla og sólpallur.  Þjónustuíbúð fyrir eldri borgara (60 ára og eldri og öryrkja).

Nánari lýsing:
Anddyri með flísar á gólfi,fatahengi. Þar innaf er geymsla/þvottahús. Úr anddyri er gengið í lítið hol. Úr holi er gengið í baðherbergi, 1 svefnherbergi og stofu.
Á vinstri hönd er baðherbergið, flísalagt í hólf og gólf, sturta og tengi fyrir þvottavél. Svefnherbergið er með rúmgóðum fataskápum á vegg. Stofan er björt og þaðan er gengt um svalahurð út á litinn sólpall með skjólveggjum. Eldhús er inn af stofu, ágæt eldri innrétting með viðaráferð.
 
Korkflísar eru á öllum gólfum utan votrýma. Loft í íbúðinni eru upptekin.
 
Góð staðsetning, heilsugæsla og öll þjónusta í næsta nágrenni.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.

Eigindi eignar

Tegund Par/Raðhús
Verð 25.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 22.450.000 ISK
Brunabótamat 27.350.000 ISK
Stærð 69 fermetrar
Herbergi 2
Svefnherbergi 1
Baðherbergi 0
Byggingarár 1990
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 12.04.2021