Borgarbraut 14

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:

Borgarbraut 14, 310 Borgarnes.
Um er að ræða skrifstofuhúsnæði, tvær hæðir og kjallari byggt 1960, staðsett miðsvæðis í Borgarnesi.  Eignin, sem skráð er 1053,3 fm. skv. skráningu FMR, var byggð undir bankastarfsemi  Sparisjóðs Mýrasýslu og er nú nýtt sem ráðhús Borgarbyggðar. Lóð umhverfis húsið er frágengin. Bílastæði eru rúmgóð bæði við Borgarbraut og einnig baka til við húsið.  

Nánari lýsing 
Húsið er steinsteypt með flötu þaki. Eignin er á þremur hæðum. Á neðstu hæð eru skrifstofur, eldhús, matsalur og stórt gluggalaust geymslurými.  Þar er steinteppi á göngum en dúkur á skrifstofum. Kjallari er ekki nothæfur sökum raka og mygluskemmda.  Á miðhæð eru skrifstofur og aðstaða til funda. Þar eru fundarherbergi með marmara á gólfi og steinteppi á gangi. Á efstu hæð eru skrifstofur, öll gólf dúklögð.  Salerni eru á öllum hæðum.
Gluggar hafa verið endurnýjaðir að hluta á suður og vesturhlið hússins. 
Brunavarnarkerfi er í húsinu.
 
Aðgengi að húsinu er fyrir fatlaða ásamt lyftu. Aðkoma og umhverfi er snyrtilegt. Snjóbræðslukerfi er í gangstétt sem var hellulögð fyrir þremur árum síðan.
 
Húsið þarfnast viðgerðar og fyrir liggja skýrslur sem unnar hafa verið um ástand og nauðsynlegar endurbætur sem gera þarf á fasteigninni.
 
Húsnæðið bíður upp á mikla möguleika og mögulegt að breyta nýtingu húsnæðisins, svo sem með því að skipta húsnæðinu upp í íbúðir.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur: thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.

 

Eigindi eignar

Tegund Atvinnuhús
Verð 0 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 99.750.000 ISK
Brunabótamat 308.800.000 ISK
Stærð 1053.3 fermetrar
Herbergi 15
Svefnherbergi 0
Baðherbergi 0
Byggingarár 1960
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 22.04.2021