Kvistás 5

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Kvistás 5, 311 Borgarbyggð, sumarhús í landi Beigalda í Borgarfirði. Sumarhúsið sem er byggt úr bjálkum er 25.8 fm. skv. skráningu FMR. Það stendur á 3990 fm. leigulóð. Einnig er á lóðinni uþb. 15 fm. geymsluskúr í góðu ásigkomulagi. Sá skúr er ekki skráður hjá FMR. Heildarstærð bygginga er því um 40 fm.

Húsið er vel staðsett stutt frá Borgarnesi í landi Beigalda.

Nánari lýsing:
Um er að ræða bjálkahús byggt árið 2010. Vatn og rafmagn er lagt í húsið. Pallur er við húsið sem þarfnast frágangs og einnig þarfnast lóðin lokafrágangs. 
Húsið skiptist í eldhús og seturými, svefnherbergi og salerni. Parket er á gólfum og er húsið almennt í góðu standi. Kamína er í seturými. Rafkynding er í húsinu. rafmagnsofnar og lagnir eru nýlegar.
Eldiviðarkassi er á lóð. Geymsluskúr er í góðu ásigkomulagi og gæti jafnvel hentað sem gestahús.
Lóðin er skjólsæl og með mikla möguleika.

Þinglýstur lóðarleigusamningur liggur fyrir dags. 29.7.2020 og er til 25 ára. Árlegt gjald skv. samningi er kr. 25.937.- bundið vísitölu byggingakostnaðar.

Áhugaverð eign sem bíður upp á marga möguleika.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.

Eigindi eignar

Tegund Sumarhús
Verð 11.300.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 7.340.000 ISK
Brunabótamat 7.950.000 ISK
Stærð 25.8 fermetrar
Herbergi 2
Svefnherbergi 0
Baðherbergi 0
Byggingarár 2010
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 01.05.2021