Helluskógur 9

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes Fasteignasala kynnir eignina:
Helluskógur 9 311 Borgarbyggð sem er sumahús í landi Jarðlangsstaða.
Um er að ræða 42.4 fm sumarhús sem stendur á 5.000 fm eignalóð.
Húsið er panelklætt á steyptum stöplum.  Sólpallur, áhaldahús og óskráð gestahús í byggingu eru á lóð.
Húsið er hitað með rafmagni.

 
Sumarhúsabyggðin í Jarðlangsstaðalandi er skammt vestur af Borgarnesi við Langá.  Sumarhúsið er vel staðsett en aðeins 2 sumarhús eru við heimreið frá aðalvegi. Grindarhlið er við heimreiðina og falleg trjágöng heim að bílastæði.
 
Nánari lýsing:
Húsið er allt klætt panel að innan. Forstofa er með flísum og parket á gólfi.  Úr forstofu er gengið í 2 svefnherbergi og baðherbergi.  Parket er á gólfum í herbergjum.  Baðherbergi er með dúk á gólfi og veggjum, þar er lítil innrétting og sturtuklefi.
Stofa borðkrókur og eldhús mynda alrými. 
Smekkleg viðarinnrétting er í eldhúsi og þar er einnig borðkrókur.  Gengt er úr stofu út á sólpall.
Stigi er úr forstofu upp á svefnloft sem er yfir hluta hússins.
Lítil upphituð geymsla með sérinngangi er áföst húsinu.
 
Sólpallur er með 3 hliðum hússins.  Við sólpallinn er stakstæð áhaldageymsla, einangrað hús um 10 fm að stærð.  Einnig er þar gestahús c.a 25 fermetrar að stærð, þar er einangrun í gólfi og lofti en er óeinangrað og ófrágengið að öðru leyti. Hvorugt þessara húsa er skráð í fasteignamati.
 
Lóðin er skjólgóð og vel gróin og í góðri hirðu.
 
Hér er um áhugaverða eign að ræða í vinsælli frístundabyggð.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson Lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.

Eigindi eignar

Tegund Sumarhús
Verð 24.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 11.850.000 ISK
Brunabótamat 17.050.000 ISK
Stærð 42.4 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 0
Byggingarár 1995
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 28.05.2021