Frístundabyggð úr landi Borga

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes Fasteignasala kynnir:
Skipulögð frístundabyggð úr landi Borga í Borgarbyggð. Um er að ræða mjög fallegt 101,5 ha landsvæði á eftirsóttum stað í Borgarfirði.

Landið liggur norðan þjóðvegar og afmarkast af Gljúfurá að vestan, Litluskógum og Munaðarnesi að norðaustan og Hringvegi 1 að sunnan. Á landinu eru kjarri vaxnir ásar með mýrarsundum á milli. Góðar gönguleiðir eru á svæðinu.

Alls eru skipulagðar 56 sumarhúsalóðir sem eru 2.999 m2 til 14.949 m2 að stærð. Þar fyrir utan er sameiginlegt útivistarsvæði 37.3 ha að stærð og einnig mýrar og flóar 19.9 ha samtals sem njóta verndar skv lögum um nátturuvernd.
Stofnbrautir hafa verið lagðar um landið, þar er einnig vatnsból og rafmagn að tengikössum.  

Sex lóðir hafa þegar verið leigðar. Fjórar lóðir eru seldar og eru því undanskildar sölu landsins. Búið er að stofna félag sumarhúsaeigenda á svæðinu. 

Frístundabyggðin er í næsta nágrenni hins vinsæla frístundasvæðis í Munaðanesi skammt frá veitingaskálanum Baulu.  Einnig er stutt í alla þjónustu, svo sem Bifröst, Varmaland(sundlaug) og Borgarnes. 
Veiðiréttur í Gljúfurá fyrir Borgalandi tilheyrir lögbýlinu Borgum og fylgir því ekki landinu við sölu.

Áhugaverður fjárfestingakostur með mikla möguleika.

Tengill á myndband: https://youtu.be/e3LFG5v9WPA

Sjá nánar: 
http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=08634747635357037950

http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=12635461260820428511

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson Lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.

 

Eigindi eignar

Tegund Jörð/Lóð
Verð 52.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 3.420.000 ISK
Brunabótamat 0 ISK
Stærð 0 fermetrar
Herbergi 0
Svefnherbergi 0
Baðherbergi 0
Byggingarár 0
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 31.05.2021