Borgarbraut – SELD 43

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes Fasteignasala kynnir eignina:  
Borgarbraut 43, 310 Borgarnesi. 
Um er að ræða raðhús á 2 hæðum með 5 svefnherbergjum, 151,9 fm. að stærð skv skráningu FMR. 
Vel staðsett eign og stutt í alla þjónustu.

Jarðhæð:
Anddyri er flísalagt.  Þar er gengt inn í þvottahús.
Þvottahús er rúmgott með steyptu gólfi.
Hol er inn af anddyri, parket á gólfi.
Stofa og borðstofa er parketlögð, parket endurnýjað 2020. Gengt er um svalahurð úr stofu út í garð.
Eldhús með eldri innréttingu og borðkrók. Parket á gólfi. Inn af eldhúsi er búr með glugga og góðu hilluplássi.
Baðherbergi á neðri hæð flísalagt í hólf og gólf, með sturtuklefa.    
2 svefnherbergi eru á neðri hæð. Parket á gólfum og rúmgóðir skápar í hjónaherbergi.
Efri hæð:
Stigi og herbergjagangur á efri hæð er lagður parketi.
3 svefnherbergi á efri hæð, parket á gólfum, fataskápur í 1 herbergi.
Rúmgóð geymsla undir súð er á hæð, meðfram öllu húsinu. Geymslan er utan skráðra fermetra.  
Snyrting á hæðinni, endurnýjuð 2020.
 
Holsteinn er í útveggjum hússins en burðarveggir steyptir. Lofthitun er í húsinu, upprunaleg, loftræstistokkar voru yfirfarnir og hreinsaðir 2016. Gluggar og gler þarfnast endurnýjunar að hluta en skipt var um gler á efri hæð 2018.

Hér er um að ræða eign á eftirsóttum stað í Borgarnesi sem rúmar stóra fjölskyldu.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.

Eigindi eignar

Tegund Par/Raðhús
Verð 35.300.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 28.500.000 ISK
Brunabótamat 44.050.000 ISK
Stærð 151.9 fermetrar
Herbergi 6
Svefnherbergi 5
Baðherbergi 2
Byggingarár 1959
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 16.06.2021