Sólbakki 11

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:

Sólbakki 11, 310 Borgarnes.
Um er að ræða steinsteypt atvinnuhúsnæði með léttum viðbyggingum á iðnaðar og atvinnulóð byggt 1983. Stærð hússins er 548,0 fm og lóðar er 3198,0 fm skv. skráningu FMR. 
Eign með mikla möguleika sem hentar undir hverskonar atvinnustarfsemi.

Húsið skiptist í vinnslusal, afgreiðslu, aðstöðu fyrir starfsfólk, svæði til móttöku og lestunar vöru og geymslurými. Malbikað bílaplan og athafnasvæði er við húsið. Gengið er um forstofu í afgreiðslu. Þar innaf er skrifstofa og aðstaða fyrir starfsfólk með læstum skápum.  Á hægri hönd við afgreiðslu er kaffistofa og fyrir framan kaffistofu er gott rými sem snýr að bílaplani og nýtt var við sölu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Gengið er um tölvuherbergi í vinnslusal.
Vinnslusalur er 384.5 fm. Þar er gólf lagt epoxy sem og neðri hluti veggja. Kæliklefi er í sal sem nýttur er sem geymsla. Séstakt rými er hólfað af  inn af vinnslusal og þar er hraðvirk fellihurð fyrir. Gott loftræstikerfi er í húsinu. Geymsluoft er yfir hluta hússins. Góð aðstaða er til að taka á móti vörum og til lestunar bifreiða er í sérstakri viðbyggingu út af vesturhlið hússins. Sú bygging er aðskilin vinnslusal með hraðvirkri fellihurð.
fituskilja/olíuskilja er á lóð og tilheyrir húsinu.

Heimilt er að auka töluvert við byggingarmagn á lóðinni líkt og eldri samþykktar teikningar sýna. Ef farið er eftir gildandi aðalskipulagi þar sem iðnaðarhverfið við Sólbakka er með skráninguna A2 með nýtingarhlutfall 0.5, má áætla að byggingarleyfi fengist fyrir uþb. 1.000 fm byggingu aukalega á lóðinni (þessi stærð er aðeins ályktun útfrá fyrirliggjandi gögnum). Á upphaflegum teikningum var gert ráð fyrir innkeyrsluhurðum á norðurhlið hússins inn í vinnslusal.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.

Eigindi eignar

Tegund Atvinnuhús
Verð 75.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 50.600.000 ISK
Brunabótamat 123.650.000 ISK
Stærð 548 fermetrar
Herbergi 0
Svefnherbergi 0
Baðherbergi 0
Byggingarár 1983
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 25.06.2021