Gjaldskrá

Fyrir sölu íbúðar og atvinnuhúsnæðis í einkasölu er söluþóknun 1,95 % af söluverði en 2,5% af söluverði ef fasteign er í í almennri sölu. 24% Virðisaukaskattur leggst til viðbótar ofan á framangreinda söluþóknun.

Fyrir sölu á sumarhúsum er söluþóknunin hinn sama og á íbúðarhúsnæði en að lágmarki kr. 225.000.- án vsk.

Verðmat á íbúðarhúsnæði sem er ekki til sölumeðferðar er kr. 30.000.- án vsk. Verðmat annarra eigna fer eftir umfangi en þó aldrei lægra en kr. 30.000.-

Semja skal sérstaklega um þóknun vegna skjalagerðar eða frágangs skjala vegna fasteignakaupa milli aðila, sem tekur þá mið af umfangi verksins, en er þó aldrei lægri en kr. 200.000.- án vsk.

Ekki eru tekin umsýslugjöld vegna skráningu eigna til sölumeðferðar hjá Nes fasteignasölu eða öflunar gagna vegna kaupa eða sölu fasteigna.

Gjaldskráin er ekki tæmandi og og gera skal skriflegan samning um þóknun fasteignasölunnar þegar fasteign er tekin til sölumeðferðar.